Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu nú fyrir skömmu og eru viðbragðsaðilar á leiðinni á staðinn, þar á meðal þyrla Landhelgisgæslunnar.

Ekki er vitað um slys á fólki.

Uppfært kl. 20:30

Fimm manns voru um borð í þyrlunni og er einn lítillega slasaður. Um þyrlu í einkaeigu er að ræða og er hún mikið skemmd. 

Uppfært kl. 20:46

Slysið átti sér stað sunnan við Nesjavelli, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er í þann mund að lenda með fimm einstaklinga úr þyrlunni við Borgarspítalann.

Samkvæmt slökkviliðinu var lengi vel óvissa um hvar þyrlan væri staðsett. Sjúkrabílar frá Reykjavík og Selfossi voru sendir á vettvang og vissu þeir ekki nákvæmlega hvert förinni var heitið.

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað fann hún þyrluna fljótlega.

Frétt mbl.is: Forgangsakstur vegna þyrluslyss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka