„Þetta er mjög erfitt“

Irina segir börnin orðin þreytt á ferðalögum.
Irina segir börnin orðin þreytt á ferðalögum. Ljósmynd/Úr einkasafni

Sei­bel-fjöl­skyld­an er nú kom­in til bæj­ar­ins Breil sur Roya í suðaust­ur­hluta Frakk­lands en nú er tæp­ur mánuður síðan þeim var vísað frá Íslandi eft­ir að hafa búið þar í átta mánuði. Fyrst um sinn voru þau í út­hverfi Par­ís­ar en svo voru þau flutt af yf­ir­völd­um tæpa þúsund kíló­metra til Nice. Þaðan voru þau send til Breil sur Roya á föstu­dag­inn.

Fjöl­skyld­an sam­an­stend­ur af þeim Ir­ina og Vla­dimir Sei­bel og börn­um þeirra, Mil­inu sem er níu ára, og tví­bur­unum Sam­ir og Kemal sem eru sex ára en mbl.is og Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins hafa fjallað um mál þeirra síðustu miss­eri. Fjöl­skyld­an hrakt­ist frá heim­kynn­um sín­um í Úsbek­ist­an vegna trú­arof­sókna og hafði búið hér á landi í átta mánuði þegar þeim var vísað úr landi.

Þau hafa nú sótt um hæli í Frakklandi og skiluðu inn öll­um gögn­um 18. maí. Að sögn Ir­ina er það eina í stöðunni núna að bíða. Síðan fjöl­skyld­an kom til Frakk­lands í síðasta mánuði hafa þau verið mikið á ferðinni og að sögn Ir­inu eru börn­in orðin þreytt. „Þau eru alltaf að spyrja hvert við séum að fara og hvenær við för­um aft­ur til Íslands, þetta er mjög erfitt,“ seg­ir Ir­ina í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir fjöl­skyld­una þrá að kom­ast aft­ur til Íslands þar sem þau voru byrjuð að byggja upp líf. „Það er ekk­ert sem við vilj­um heit­ar. Við erum ung, við vilj­um vinna og lifa í friði,“ seg­ir Ir­ina og bæt­ir við að hún eigi erfitt með að sjá fyr­ir sér fjöl­skyld­una hafa það gott í Frakklandi.

Vin­ir fjöl­skyld­unn­ar á Íslandi hafa hafið söfn­un til styrkt­ar fjöl­skyld­unni og seg­ist Ir­ina þeim gríðarlega þakk­lát. Með þeim pen­ing­um hafa þau getað greitt fyr­ir gist­ingu en enga fjár­hags­lega aðstoð er að fá frá frönsk­um yf­ir­völd­um. „Ég veit ekki hvað við hefðum gert væri það ekki fyr­ir vini okk­ar á Íslandi.“

Þeir sem vilja styrkja fjöl­skyld­una geta lagt inn á eft­ir­far­andi reikn­ing:

159-05-60366
Kt. 191085-3619

Irina og Vladimir þegar þau bjuggu í Njarðvík.
Ir­ina og Vla­dimir þegar þau bjuggu í Njarðvík. Ljós­mynd úr einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert