Tveir úr slysinu úr landi

Þyrlan eftir að hún brotlenti.
Þyrlan eftir að hún brotlenti. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir af þeim sem lentu í þyrluslysi á Hengilssvæðinu í gærkvöldi eru farnir úr landi. Fimm voru í þyrlunni þegar hún hrapaði.

Tveir Íslendingar, einn Dani og tveir Finnar. Finnarnir eru farnir úr landi en verða áfram undir eftirliti lækna þar. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hélt áfram rannsókn sinni á slysstað í kvöld. Ólafur meiddist á hálsi og hrygg. Daninn og flugmaðurinn gengust undir aðgerð í dag. 

Ólafur og flugmaðurinn voru með erlendu gestina í út­sýn­is­flugi þegar óhappið varð, en ætl­un­in hafði verið að lenda aft­ur í Reykja­vík að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert