Tveir úr slysinu úr landi

Þyrlan eftir að hún brotlenti.
Þyrlan eftir að hún brotlenti. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir af þeim sem lentu í þyrlu­slysi á Hengils­svæðinu í gær­kvöldi eru farn­ir úr landi. Fimm voru í þyrlunni þegar hún hrapaði.

Tveir Íslend­ing­ar, einn Dani og tveir Finn­ar. Finn­arn­ir eru farn­ir úr landi en verða áfram und­ir eft­ir­liti lækna þar. Rík­is­út­varpið greindi frá þessu í kvöld.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa hélt áfram rann­sókn sinni á slysstað í kvöld. Ólaf­ur meidd­ist á hálsi og hrygg. Dan­inn og flugmaður­inn geng­ust und­ir aðgerð í dag. 

Ólaf­ur og flugmaður­inn voru með er­lendu gest­ina í út­sýn­is­flugi þegar óhappið varð, en ætl­un­in hafði verið að lenda aft­ur í Reykja­vík að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka