Einbirni sögð lifa lengur

Eftir því sem börnum fjölgar í fjölskyldum fá þau hvert …
Eftir því sem börnum fjölgar í fjölskyldum fá þau hvert minni tíma foreldra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeir einstaklingar sem koma úr stórum fjölskyldum eignast færri börn og lifa skemur en þeir sem koma úr litlum fjölskyldum.

Er þetta niðurstaða nýrrar rannsóknar Roberts Lynch, doktorsnema við háskólann í Missouri í Columbia, en rannsóknin var unnin upp úr upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Lynch valdi Ísland því hér hefur búið fámenn og frekar einsleit þjóð auk þess sem ættarsagan og genamengið er vel skráð langt aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka