Þeir einstaklingar sem koma úr stórum fjölskyldum eignast færri börn og lifa skemur en þeir sem koma úr litlum fjölskyldum.
Er þetta niðurstaða nýrrar rannsóknar Roberts Lynch, doktorsnema við háskólann í Missouri í Columbia, en rannsóknin var unnin upp úr upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Lynch valdi Ísland því hér hefur búið fámenn og frekar einsleit þjóð auk þess sem ættarsagan og genamengið er vel skráð langt aftur.