Flak þyrlu Ólafs Ólafssonar var í dag flutt af slysstað, en þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, aðstoðaði Rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja hana niður að Nesjavallavirkjun. Þaðan var þyrlan flutt til Reykjavíkur með flutningabíl.
Gekk aðgerðin mjög vel í alla staði samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan hrapaði á Hengilssvæðinu á sunnudagskvöld með þeim afleiðingum að allir fimm sem í þyrlunni voru voru fluttir á Landspítalann og hafa þrír þeirra sætt frekari rannsóknum á spítalanum í dag. Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.