Þyrlan komin af slysstað

Frá aðgerðunum í dag.
Frá aðgerðunum í dag. ljósmynd/Landhelgisgæslan

Flak þyrlu Ólafs Ólafs­son­ar var í dag flutt af slysstað, en þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-LÍF, aðstoðaði Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa við að flytja hana niður að Nesja­valla­virkj­un. Þaðan var þyrl­an flutt til Reykja­vík­ur með flutn­inga­bíl.

Gekk aðgerðin mjög vel í alla staði sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Þyrl­an hrapaði á Hengils­svæðinu á sunnu­dags­kvöld með þeim af­leiðing­um að all­ir fimm sem í þyrlunni voru voru flutt­ir á Land­spít­al­ann og hafa þrír þeirra sætt frek­ari rann­sókn­um á spít­al­an­um í dag. Rann­sókn á til­drög­um slyss­ins er í full­um gangi hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa.

Ólafur Ólafsson átti þyrluna.
Ólaf­ur Ólafs­son átti þyrluna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert