Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að stofnun nýs dómstigs, Landsréttar, feli í sér mikla réttarbót. Með honum sé tryggð milliliðalaus sönnunarfærsla á tveimur dómstigum.
Frumvarp um millidómstig var samþykkt á Alþingi í morgun.
Frétt mbl.is: Frumvarp um millidómstig samþykkt
„Ég vil þakka allsherjarnefnd Alþingis og þingheimi öllum fyrir frábært samstarf í tengslum við þetta mál og óska landsmönnum öllum til hamingju með þetta framfaraskref,“ skrifaði Ólöf, sem lagði frumvarpið fram, á Fésbókarsíðu sinni.