Þórdís er Embla ársins

Frá athöfninni í Iðnó.
Frá athöfninni í Iðnó. Ljósmynd/ Emblur

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu, var val­in Embla árs­ins 2016 við hátíðlega at­höfn í Iðnó síðastliðinn fimmtu­dag.

Embl­ur er fé­lags­skap­ur kvenna sem út­skrif­ast hafa með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Auk MBA-gráðunn­ar út­skrifaðist Þór­dís Lóa með MSW í fé­lags­ráðgjöf og BA í fé­lags- & fjöl­miðla­fræðum.

„Þór­dís Lóa er kraft­mik­ill stjórn­andi og frum­kvöðull. Auk þess að vera formaður FKA er hún þátta­stjórn­andi og vin­sæll fyr­ir­les­ari,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lags­skapn­um.

„Horft er til þess við valið að Þór­dís Lóa hef­ur verið óþreyt­andi að gefa af sér til sam­fé­lags­ins og styðja við bakið á öðrum kon­um.  Hún hef­ur verið at­kvæðamik­il í ís­lensku at­vinnu­lífi und­an­far­in ára­tug, bæði eig­andi að Pizza Hut á Íslandi og Finn­landi ásamt eig­in­manni sín­um Pétri Jóns­syni, og sem stjórn­ar­formaður Nask­ar In­vest­ments.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að Þór­dís Lóa ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægst­ur og efl­ist við hverja raun. Fjöl­breyti­leiki lýsi sér í þeim verk­efn­um sem hún hef­ur tekið sér fyr­ir hend­ur.

Stjórn Emblna vill þakka henni fyr­ir þann stuðning sem hún veit­ir öðrum kon­um, bæði sem formaður FKA og í öðrum verk­efn­um sem hún sinn­ir. Hún er fyr­ir­mynd þeirra kvenna sem vilja sækja fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert