Þórdís er Embla ársins

Frá athöfninni í Iðnó.
Frá athöfninni í Iðnó. Ljósmynd/ Emblur

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, var valin Embla ársins 2016 við hátíðlega athöfn í Iðnó síðastliðinn fimmtudag.

Emblur er félagsskapur kvenna sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Auk MBA-gráðunnar útskrifaðist Þórdís Lóa með MSW í félagsráðgjöf og BA í félags- & fjölmiðlafræðum.

„Þórdís Lóa er kraftmikill stjórnandi og frumkvöðull. Auk þess að vera formaður FKA er hún þáttastjórnandi og vinsæll fyrirlesari,“ segir í tilkynningu frá félagsskapnum.

„Horft er til þess við valið að Þórdís Lóa hefur verið óþreytandi að gefa af sér til samfélagsins og styðja við bakið á öðrum konum.  Hún hefur verið atkvæðamikil í íslensku atvinnulífi undanfarin áratug, bæði eigandi að Pizza Hut á Íslandi og Finnlandi ásamt eiginmanni sínum Pétri Jónssyni, og sem stjórnarformaður Naskar Investments.“

Í tilkynningunni segir að Þórdís Lóa ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og eflist við hverja raun. Fjölbreytileiki lýsi sér í þeim verkefnum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.

Stjórn Emblna vill þakka henni fyrir þann stuðning sem hún veitir öðrum konum, bæði sem formaður FKA og í öðrum verkefnum sem hún sinnir. Hún er fyrirmynd þeirra kvenna sem vilja sækja fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert