Í allt öðrum veruleika en venjulegt fólk

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Júlí­us­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í eld­hús­dags­ræðu sinni á Alþingi í kvöld Pana­maskjöl­in hafa sýnt það svart á hvítu að tvær þjóðir búi í þessu landi. Ein legði mikið á sig til að ná end­um sam­an en hin byggi í allt öðrum veru­leik­um.

„Hún hef­ur aðgang að fólki og fjár­magni sem við hin höf­um ekki. Tek­ur lán í er­lendri mynt á mun lægri kjör­um en aðrir geta nokk­urn tíma látið sig dreyma um. Og sum­ir fara jafn­vel með pen­ing­ana sína í skjól frá ís­lensk­um skatta­yf­ir­völd­um,“ sagði hún.

En fæst okk­ar vild­um hafa þetta svona.

„Ég held að við vilj­um flest að fólk geti haft það gott á Íslandi og jafn­vel grætt dáldið af pen­ing­in­um. Og það er ekk­ert að því að efn­ast vel.

En á sama tíma vilj­um við að tæki­fær­in til þess séu jöfn, að það séu ekki til hóp­ar sem fái sérmeðferð. Við vilj­um að þegar hluta­bréf eru boðin út á okk­ar litla landi hafi all­ir sömu tæki­færi til að fjár­festa, við vilj­um að þegar fyr­ir­tæki eru seld út úr fjár­mála­stofn­un­um sé sölu­ferlið gagn­sætt og all­ir eigi jafn­an mögu­leika á að fjár­festa. Það verður ekki fyrr en stjórn­völd og at­vinnu­lífið allt fara und­ir öll­um kring­um­stæðum að vinna í anda gagn­sæ­is og skýr­leika í ferl­um, að við get­um bú­ist við því að traust fari að skap­ast á ný í okk­ar sam­fé­lagi,“ nefndi Katrín í ræðu sinni.

Hún beindi sjón­um að hópi í sam­fé­lag­inu sem hún sagði sam­fylk­ing­ar­fólk hafa mikl­ar áhyggj­ur af: Unga fólk­inu, sem rétt­ara væri að kalla gleymdu kyn­slóðina.

Þetta væri fólkið sem stæði til að mynda frammi fyr­ir því að fram­halds­skól­inn væri fjár­svelt­ur og lokaður fyr­ir 25 ára og eldri.

Mik­il þörf væri fyr­ir aukna fjár­muni í há­skóla­stigið. Þar væri mikið til keyrt á stunda­kenn­ur­um á „lús­ar­laun­um“. Fram­færsla náms­lána væri of lág og nú ætlaði rík­is­stjórn­in að fara að hækka vext­ina og þyngja end­ur­greiðslu­byrðina.

„Hvaða áhrif mun það hafa ef áætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar ná fram að ganga að af­nema teng­ingu við tekj­ur fyr­ir til dæm­is leik­skóla­kenn­ara með fimm ára nám á bak­inu?“ spurði Katrín.

Næstu kosn­ing­ar snú­ist um unga fólkið

Þá væru hús­næðismál­in í ólestri. Húsa­leig­an him­in­há, fast­eigna­verð him­in­hátt og vaxta­bæt­urn­ar færu sí­lækk­andi.

Eins hefðu há­marks­greiðslur fæðing­ar­or­lofs staðið í stað allt kjör­tíma­bilið með þeim af­leiðing­um að færri karl­ar væru að taka or­lof og fæðing­um hefði fækkað. „Hverj­ir eiga að standa und­ir sam­fé­lag­inu þegar okk­ar kyn­slóðir fara á eft­ir­laun með þessu áfram­haldi?“

Jafnaðar­menn vildu fjár­festa í unga fólk­inu og því þyrfti að snúa af þess­ari braut. Brýnt væri að opna fram­halds­skól­ann aft­ur og tryggja þeim fjár­muni, taka upp styrki til fram­færslu á há­skóla­stigi en gæta vel að end­ur­greiðslu­byrðinni svo nám borgi sig. Þá þyrfti að grípa til víðtækra aðgerða á hús­næðismarkaði til að tryggja aðgengi að ódýr­ara leigu­hús­næði sem jafn­framt væri ör­uggt ásamt öfl­ug­um stuðningi við leigu og kaup á hús­næði.

„Næstu kosn­ing­ar verða að snú­ast um þessa gleymdu kyn­slóð og ég skora á okk­ur öll hér inni að taka mál­efni þeirra föst­um tök­um, koma okk­ur upp úr þess­um bitru skot­gröf­um og fortíðar­hjakki og fjár­festa í framtíðinni,“ sagði Katrín að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert