Bornir út úr Ýmishúsinu í fyrramálið

Inn­gang­ur­inn að sal­arkynn­um Menningarset­urs­ins í Ýmis­hús­inu.
Inn­gang­ur­inn að sal­arkynn­um Menningarset­urs­ins í Ýmis­hús­inu. mbl.is/Árni Sæberg

Menningarsetur múslima verður borið út úr Ýmishúsinu í Skógarhlíð í fyrramálið klukkan tíu, í samræmi við úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í byrjun mánaðarins. Stofnun múslima á Íslandi, sem á húsið, höfðaði mál gegn Menningarsetrinu og vildi að trúfélagið færi úr húsinu.

„Stofnun múslima vann málið gegn Menningarsetrinu og fékk úrskurð fyrir því að Menningarsetrið yrði borið út. Dómarinn tók það sérstaklega fram að kæra frestaði ekki réttaráhrifum, þannig að þó svo að búið sé að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar, þá er samt hægt að fá þá borna út og það verður gert á morgun,“ segir Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, í samtali við mbl.is.

Menningarsetrið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Stofn­un múslima á Íslandi hélt því fram að vera Menn­ing­ar­set­urs­ins í hús­næðinu byggði á samningi sem hafi aldrei öðlast gildi sem leigu­samn­ing­ur og hafi verið þing­lýst í óþökk húseiganda.

Stofn­un múslima keypti Ýmis­húsið árið 2010 og fékk af­sal fyr­ir hús­inu í ág­úst 2012. Stofn­un­in seg­ist hafa gert af­nota­samn­ing við Menn­ing­ar­setrið um eign­ina og í des­em­ber hafi staðið til að aðilar gerðu með sér húsa­leigu­samn­ing­um um fast­eign­ina.

Drög að slík­um samn­ingi hafi verið út­bú­in og dag­sett 20. des­em­ber 2012 og hafi samn­ing­ur­inn átt að vera tíma­bund­inn og gilda til 31. des­em­ber 2023. Strax næsta dag hafi hins veg­ar verið ákveðið að breyta fyr­ir­komu­lag­inu þannig að Menn­ing­armiðstöðin fengi af­nota­rétt af hluta hússins án end­ur­gjalds og hafi þetta verið staðfest með samn­ingi sem dag­sett­ur er 21. desember 2012. Sam­tím­is þessu hafi fyrri samn­ing­ur­inn verið felld­ur niður.

Af­nota­heim­ild­in ógildi húsa­leigu­samn­ing­in

Fyrri samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður og vottaður, en sá síðari var und­ir­ritaður af ein­um manni fyr­ir hönd hvors aðila og held­ur Menn­ing­ar­setrið því fram að sá samn­ing­ur hafi verið dag­sett­ur aft­ur í tím­ann og að sá sem und­ir­rit­ar samn­ing­inn fyr­ir þeirra hönd hafi ekki gert það fyrr en eft­ir að hann tók að starfa með Stofn­un múslima. Menn­ing­ar­setrið af­henti fyrri samn­ing­inn til þing­lýs­ing­ar 22. janú­ar 2015.

Í úr­sk­urði héraðsdóms seg­ir að þar sem yf­ir­lýs­ing­in um af­nota­heim­ild án end­ur­gjalds sé gerð á eft­ir húsa­leigu­samn­ingn­um og var und­ir­rituð af sömu aðilum, þá feli hún í sér að húsaleigusamn­ing­ur­inn falli úr gildi. Menn­inga­rsetr­inu hafi tek­ist að sanna að yf­ir­lýs­ing­in hafi verið út­bú­in löngu eft­ir dag­setn­ing­una sem á henni er og að ekki sé óeðli­legt að ein­tak af ógiltum samn­ingi sé varðveitt.

Frétt mbl.is: Menningarsetur múslima verði borið út úr Ýmishúsinu

Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima.
Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert