Mál lögreglumanns komið til saksóknara

Málið hefur verið í rannsókn í um hálft ár.
Málið hefur verið í rannsókn í um hálft ár. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Rannsókn á máli lögreglumannsins, sem settur var í gæsluvarðhald eftir áramót vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn í störfum sínum hjá fíkniefnadeild lögreglunnar, lauk á föstudaginn og er nú í ákærumeðferð hjá saksóknara í málinu. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara og saksóknari í málinu við mbl.is.

Um er að ræða seinna málið sem tengist rannsókn á meintum brotum lögreglumanna í starfi sem komu upp í kringum áramótin síðustu. Var fyrri maðurinn handtekinn fyrir áramót, en þá barst saksóknara í hendur upptaka af óeðlilegum samskiptum hans við brotamann. Er það mál í ferli hjá ríkissaksóknara. Í síðara málinu, sem nú er komið til saksóknara, var lögreglumaðurinn handtekinn eftir áramót. Báðir mennirnir voru leystir frá störfum um stundarsakir meðan málin eru til rannsóknar og í ákærumeðferð. 

Menn­irn­ir eiga það þó sam­eig­in­legt að hafa báðir starfað inn­an fíkni­efna­deild­ar lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert