Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar að hætta sem þingmaður þegar yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Þetta upplýsti hann í ræðu sinni í kvöld við eldhúsdagsumræður.
Róbert hefur setið á Alþingi frá árinu 2009. Fyrst fyrir Samfylkinguna en í lok árs 2012 gekk hann til liðs við Bjarta framtíð. Róbert er annar þingmaður Bjartrar framtíðar sem tilkynnir að hann ætli ekki að gefa áfram kost á sér til setu á Alþingi. Hinn er Brynhildur Pétursdóttir.