Veita Ólöfu frest út skrifstofutíma

Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmælanna í anddyri innanríkisráðuneytisins.
Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmælanna í anddyri innanríkisráðuneytisins. mbl.is/Andri Steinn

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að vísa Eze Okafor úr landi er jafngild því að skrifa upp á dauðarefsingu hans að sögn Agbons Emmaneul Baro. Agbon, líkt og Eze, kom til Íslands frá Nígeríu á flótta undan hryðjuverkasamtökunum Boko Haram.

Á mótmælunum í innanríkisráðuneytinu fyrr í dag lýsti Agbon því hvernig hann hafi verið handsamaður af liðsmönnum samtakanna eftir að hafa verið vísað til Nígeríu frá Danmörku en honum hafi tekist að sleppa frá þeim með ævintýralegum hætti.

Eze bíður sömu örlaga og hann, verði honum vísað til Nígeríu frá Svíþjóð, nema óvíst sé hvort hann verði eins heppinn og sleppi úr klóm hryðjuverkasamtakanna.

Agbon Emmaneul Baro flóttamaður ræðir við Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóra innanríkisráðuneytisins.
Agbon Emmaneul Baro flóttamaður ræðir við Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóra innanríkisráðuneytisins. mbl.is/Andri Steinn

No Borders Iceland boðuðu til mótmæla í hádeginu í innanríkisráðuneytinu. Var þess krafið að íslensk stjórnvöld sóttu Eze til Svíþjóðar en honum hefur verið gert að yfirgefa Svíþjóð fyrir morgundaginn. Að sögn forsvarsmanna samtakanna jafngildir það brottvísun til Nígeríu þar sem Eze hafi enga burði til þess að fara frá Svíþjóð enda án vegabréfs. „Hvar er Ólöf,“ hrópuðu mótmælendur og kölluðu eftir aðgerðum stjórnvalda á milli þess sem fluttar voru ræður um aðstæður Eze og málefni flóttamanna hérlendis.

Nokkrir tugir manna mættu til mótmælanna í dag.
Nokkrir tugir manna mættu til mótmælanna í dag. mbl.is/Andri Steinn

Skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins hlustaði á kröfur mótmælenda

Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, ræddi við mótmælendur fyrr í dag og heyrði kröfur þeirra. Krafan var skýr: „Eze heim“. Að því loknu þakkaði hann mótmælendum fyrir og sagðist hafa hlustað á kröfur mótmælenda. Hrópuðu þá mótmælendur að honum að það væri munur á því að hlusta og heyra og að þeir krefðust svara frá Ólöfu Nordal innanríkisráðherra um hvað ráðuneytið ætlaði að aðhafast í málinu. Veittu mótmælendur innanríkisráðherra frest til síðdegis í dag til þess að aðhafast eitthvað áður en það yrði um seinan og Eze yrði vísað til Nígeríu frá Svíþjóð.

Mótmælendurnir kröfðust þess að Eze Okafor yrði sóttur og komið …
Mótmælendurnir kröfðust þess að Eze Okafor yrði sóttur og komið aftur til Íslands. mbl.is/Andri Steinn

Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmælanna. Í fyrstu voru aðeins tveir lögregluþjónar í anddyri ráðuneytisins þar sem mótmælendurnir komu saman en fljótlega bættist í hópinn og voru alls tæplega tíu lögregluþjónar í og við ráðuneytið þegar mest lét. Fóru mótmælin þó friðsamlega fram og þurfti lögregla ekki að hafa teljandi afskipti af mótmælendum.

„Eze heim!“ hrópuðu mótmælendur í innanríkisráðuneytinu.
„Eze heim!“ hrópuðu mótmælendur í innanríkisráðuneytinu. mbl.is/Andri Steinn

Ragnheiður Freyja Kristínardóttir, einn skipuleggjenda mótmælana, sagði í samtali við mbl.is að mótmælendur ætluðu að sitja sem fastast í innanríkisráðuneytinu í dag þar til að þeir fengju svör um hvort og þá hvað ráðuneytið ætlar að aðhafast í máli Eze.

Agbon Emmaneul Baro sagði sögu sína á mótmælunum. Hann var …
Agbon Emmaneul Baro sagði sögu sína á mótmælunum. Hann var handsamaður af Boko Haram þegar honum var vísað til Nígeríu frá Danmörku en slapp frá þeim með ævintýralegum hætti eins og hann orðaði það sjálfur. mbl.is/Andri Steinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert