Karlmaður handtekinn við Ýmishúsið

Lögreglan við Ýmishúsið í morgun.
Lögreglan við Ýmishúsið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður var handtekinn við Ýmishúsið í morgun eftir að hann veittist að talsmanni Stofnunar múslima með steypustyrktarjárni.

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafið hann einnig haft uppi alvarlegar hótanir og því þótti ekki annað hægt en að handtaka hann.

Frétt mbl.is: Þurfa að yfirgefa Ýmishúsið í dag

Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar og verður yfirheyrður í dag.

Hann hafði mótmælt því að Menningarsetur múslima skyldi borið út úr Ýmishúsinu. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur átti útburðurinn að hefjast klukkan 10 í morgun.

Sýslumaður hafnaði í dag ósk Menningarsetursins um að fá fjögurra daga frest til að yfirgefa húsnæðið.

Mikið fjaðrafok var við Ýmishúsið í morgun.
Mikið fjaðrafok var við Ýmishúsið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert