Til stóð að frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, til laga um námslán og námsstyrki, sem koma eiga í stað gildandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, yrði tekið fyrir á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan fór fram á að málið yrði tekið af dagskrá þingsins.
Þetta segir Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, í samtali við mbl.is. Spurð um framhald málsins segir hún að vonir standi til þess að ráðherra geti mælt fyrir frumvarpinu áður en fundum Alþingis verði frestað og fyrsta umræða geti fari fram um það.
Málið færi í framhaldinu til þingnefndar og í umsagnarferli og yrði tekið aftur fyrir um miðjan ágúst þegar þing kemur saman að nýju. Önnur umræða um málið færi þá væntanlega fram þá og í framhaldi sú þriðja eftir frekari umfjöllun í þingnefnd.