Breytinga að vænta hjá Pressunni

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Breytinga er að vænta hjá Pressunni, en félagið á útgáfufélög DV, Pressunnar og Bleikt.is auk þess að gefa út nokkurn fjölda staðbundinna vikublaða. Þetta staðfestir Björn Ingi Hrafnsson, forsvarsmaður félaganna og stærsti eigandi, í samtali við mbl.is. Hann vill þó ekki gefa neinn tímaramma varðandi væntanlegar breytingar.

Mbl.is greindi frá því rétt í þessu að Eggert Skúlason myndi láta af störfum sem einn þriggja ritstjóra DV eftir útgáfa blaðsins á morgun. Segir Björn Ingi að um hafi verið að ræða sameiginlega ákvörðun þeirra og ekkert sem kom skjótt upp. „Þetta var allt gert í mjög góðu,“ segir hann.

Kolbrún Bergþórsdóttir og Hörður Ægisson verða áfram ritstjórar DV að sögn Björns Inga, ekkert annað hafi verið ákveðið. Aðspurður um hvort breytingunum fylgi breytt eignarhald segir hann það vera óbreytt.

Frétt mbl.is: Eggert hættir sem ritstjóri DV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka