Illugi vill opinn fund með stúdentum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist tilbúinn að halda sameiginlegan opinn fund með stúdentahreyfingunni vegna LÍN-frumvarpsins sem hann lagði fram á mánudaginn. Þetta kemur fram í tísti Illuga á Twitter.

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og segir að verið sé að skoða hvaða tímasetning passi best fyrir slíkan fund. Segir hún að frábært væri ef hægt væri að halda hann um helgina, en það sé ekki endilega víst að það passi stúdentum. Viðræður við stúdentahreyfinguna um málið eru nú í gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert