Hæstiréttur vísaði í dag máli þrotabús Milestone gegn félaginu Aurláka, Karli og Steingrími Wernerssonum og Friðriki Arnari Bjarnasyni aftur til héraðsdóms til munnlegs málflutnings og dómsálagningar. Áður hafði félagið Aurláki verið dæmt til að greiða þrotabúinu 970 milljónir vegna kaupa á lyfjaversluninni Lyf og heilsu sem var seld út úr Milestone skömmu fyrir hrun, en Karl er eigandi Aurláka.
Aurláki, Karl, Steingrímur og Friðrik fóru allir fram á að málinu yrði vísað frá dómi en Hæstiréttur féllst ekki á það.
Í dómi Hæstaréttar kemur aftur á móti fram að í dómi héraðsdóms hafi ekki verið tekin afstaða til málskostnaðarkröfu Karls, Steingríms og Friðriks sem þeir höfðu skilað inn greinargerð um. Segir Hæstiréttur það vera slíkan annmarka að óhjákvæmilegt sé að ómerkja dóminn og vísa málinu heim í hérað til málflutnings og dómsuppkvaðningar á ný.
Frétt mbl.is: Þarfa ð greiða fyrir Lyf og heilsu