Ók eftir vegslóða í Reynisfjalli

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Karlmaðurinn sem var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir hádegi í dag var ökumaður í bíl sem ekið var eftir vegslóða í Reynisfjalli við Vík í Mýrdal.

Bíllinn fór fram af brúninni og fór nokkrar veltur áður en hann hafnaði ofan í skurði.

Þegar bíllinn valt var maðurinn einn í bílnum en áður höfðu verið nokkrir farþegar í bílnum. Um erlendan ferðamann er að ræða. Ekki er vitað hversu margir urðu vitni að slysinu en vitni gerðu Neyðarlínu strax viðvart.

Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. 

Frétt mbl.is: Þyrlan flutti ökumann eftir bílslys

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert