Frestur til varaformannsframboðs lengdur

Oddný hlaut formannskjör í dag. Frestur til að skila inn …
Oddný hlaut formannskjör í dag. Frestur til að skila inn varaformannsframboði hefur verið framlengdur til klukkan 20:30 í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ákveðið hefur verið að lengja framboðsfrest til varaformanns Samfylkingarinnar um klukkustund en fresturinn átti að renna út nú klukkan 19:30 í dag.

Þær Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hafa þegar gefið kost á sér en nýr frestur rennur út klukkan 20:30. Heimildir mbl.is herma að verið sé að hvetja formannsframbjóðendur sem ekki hlutu kjör í formann Samfylkingarinnar fyrr í kvöld, til þess að bjóða sig fram. Er nafn Magnúsar Orra Schram þar sérstaklega nefnt til sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka