Logi Már kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar

Logi Már Einarsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, hefur verið kjörinn nýr varaformaður Samfylkingarinnar. Hann hlaut rétt tæplega helming atkvæða eða 48,9% í kjörinu sem fór fram á landsfundi flokksins.

Logi fékk 106 atkvæði en næst á eftir varð Margrét Gauja Magnúsdóttir með 30,4 prósent atkvæða eða 66 atkvæði. Sema Erla Serdar fékk 43 atkvæði eða 19,8 prósent.

Frétt mbl.is: Oddný nýr formaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert