Svartaþoka yfir borginni

Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í morgun og náði þessum …
Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í morgun og náði þessum myndum af þokunni yfir borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svartaþoka var yfir höfuðborginni í nótt og urðu borgarbúar eflaust margir hennar varir í morgun. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni og náði nokkrum mögnuðum myndum af fallegu sjónarspili í borginni.

„Þetta ger­ist þegar mjög hlýtt loft flæðir yfir kald­an sjó. Þá þétt­ist rak­inn í loft­inu og mynd­ar litla dropa sem verða að þoku. Þokan held­ur sig að mestu yfir sjón­um en kem­ur sums staðar inn á strönd­ina, sér­stak­lega að kvöld- og næt­ur­lagi,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Borgarbúar þurfa því ekki að óttast að um mengun eða …
Borgarbúar þurfa því ekki að óttast að um mengun eða svifryk sé að ræða þar sem styrk­ur svifryks mælist ekki yfir heilsuverndarmörkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarbúar þurfa því ekki að óttast að um mengun eða svifryk sé að ræða þar sem styrk­ur svifryks mælist ekki yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um að sögn Svövu Svanborgar Steinarsdóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Heil­brigðis­eft­ir­litið fylg­ist náið með loft­gæðum borg­ar­innar og send­ir frá sér viðvar­an­ir og leiðbein­ing­ar ef ástæða þykir til.

Hér má sjá þokuna yfir Seltjarnarnesi í morgun.
Hér má sjá þokuna yfir Seltjarnarnesi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert