Ólöf Arnalds verður formaður stjórnar hins nýstofnaða hljóðritasjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í íslenskri tónlist og efla hljóðritagerð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar kemur fram að sjóðnum sé ætlað að stuðla að nýsköpun í íslenskri tónlist og efla hljóðritagerð. Veittir verða styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni og til hljóðritunar nýrrar frumsamdar tónlistar.
Styrkir úr hljóðritasjóði verða veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn. Á fjárlögum 2016 er 35 milljónum kr. veitt til hljóðritunarsjóðs tónlistar.
Listi yfir stjórnarmenn:
Aðalmenn:
Ólöf Arnalds formaður, skipuð án tilnefningar.
Eiður Arnarsson varaformaður, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns.
Kristín Margrét Sigurðardóttir, skipuð samkvæmt tilnefningu Samtóns.
Varamenn:
Ragnhildur Gísladóttir, skipuð án tilnefningar.
Jóhann Ágúst Jóhannsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns. Varamaður Eiðs Arnarssonar.
Kjartan Ólafsson skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns. Varamaður Kristínar Margrétar Sigurðardóttur.