Geysissvæðið ekki friðlýst

Rúmt ár er síðan Marco litaði Strokk bleikan.
Rúmt ár er síðan Marco litaði Strokk bleikan.

Geys­ir og hvera­svæðið sem við hann er kennt, er ekki friðlýst. Hvera­mynd­an­ir njóta hins veg­ar vernd­ar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þetta kom fram í máli Lindu Guðmunds­dótt­ur, sér­fræðings hjá Um­hverf­is­stofn­un og land­varðar á Geys­is­svæðinu, sem kölluð var til vitn­is í dag í máli Marco Ant­onio Evarist­ti, sem ákærður er fyr­ir að hafa sett rauðan lit í hver­inn Strokk.

Linda sagðist aðspurð hafa tekið sýni af vatn­inu um­hverf­is Strokk og einnig af „klíst­ur­k­less­um“ þar í kring. Af­henti hún lög­reglu sýn­in.

Hvera­hrúðrið nýt­ur vernd­ar

Hún sagði lit­inn hafa verið í kring­um hver­inn í nokkra daga, eða þar til rigndi, einkum á hvera­hrúðrinu. 

„Lit­ur­inn var í ein­hvern tíma á svæðinu, til dæm­is á hvera­hrúðrinu. Poll­arn­ir dofnuðu en skell­urn­ar og blett­irn­ir voru í ein­hverja daga,“ sagði Linda. Spurð af sak­sókn­ara sagði hún hvera­hrúðrið njóta vernd­ar sam­kvæmt lög­um gagn­vart spjöll­um.

Dóm­ar­inn spurði þá um laga­lega stöðu hvers­ins og svæðis­ins á þess­um tíma, 24. apríl 2015.

Linda sagði þá hvera­mynd­an­ir njóta vernd­ar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Svæðið væri hins veg­ar ekki friðlýst sem slíkt.

Listamaðurinn Marco Ant­onio Evarist­ti fyrir utan Héraðsdóm Suðurlands í dag.
Listamaður­inn Marco Ant­onio Evar­ist­ti fyr­ir utan Héraðsdóm Suður­lands í dag. mbl.is/​Sig­mund­ur Sig­ur­geirs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert