Menningarsetrið með aðstöðu hjá Fríkirkjunni

Imam Menningarsetursins ásamt fulltrúum lögreglu og sýslumanns.
Imam Menningarsetursins ásamt fulltrúum lögreglu og sýslumanns. mbl.is/Árni Sæberg

Menningarsetur múslima hefur nú fengið aðsetur í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Reykjavík. Frá þessu greinir fréttastofa RÚV og vitnar í séra Hjört Magna Jóhannsson sem segir helsta markmiðið vera að auka samstarf og samkennd á milli trúarhópa.

Trúarsöfnuðurinn var borinn út úr Ýmishúsinu 1. júní síðastliðinn samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur eftir langvarandi deilur við eiganda hússins, Stofnun múslima.

Söfnuðurinn mun meðal annars nota aðstöðu Fríkirkjunnar undir trúarathafnir vegna föstumánaðarins Ramadan, sem hófst í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka