Sé ekki yfirþyrmandi við innilokun

Fangelsið á Hólmsheiði var tekið í formlega í notkun í dag en Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að eitt markmiðið hafi verið að byggingin yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrmandi tilfinningu sem fylgi innilokun. Hann gekk um bygginguna með mbl.is og sýndi okkur það helsta.

Að mörgu er að huga, t.a.m. eru sérstakir skápar fyrir utan hvern klefa þar sem hægt er að skrúfa fyrir vatn og rafmagn utan frá. Þannig geta fangaverðir sloppið við að fara inn í aðstæður sem geta verið varhugaverðar. Þá komast fangar ávallt út fyrir til að fá sér ferskt loft (ekki að nóttu til þó) eða reykja því er bannað í byggingunni sem Páll segir mikið framfaraskref. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert