Æfir frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin

Helsti styrkleiki Ragnheiðar Söru felst í lyftingum.
Helsti styrkleiki Ragnheiðar Söru felst í lyftingum. mbl.is/

„Stefn­an er sett á að vinna heims­leik­ana, það er ekk­ert annað í boði,“ seg­ir Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir, Evr­ópu­meist­ari í cross­fit. Ragn­heiður Sara kom heim til Íslands fyr­ir rúmri viku og hef­ur verið á stíf­um æf­ing­um síðan. Eft­ir Evr­ópu­leik­ana fór hún bein­ustu leið til Bost­on í mynda­töku fyr­ir Nike en hún er á fjög­urra ára samn­ingi hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Ég held að ég sé eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur verið á svona stór­um samn­ingi hjá Nike en ég var að skrifa und­ir nýj­an samn­ing sem gild­ir næstu fjög­ur árin,“ seg­ir Ragn­heiður Sara. Í samn­ingn­um felst að Ragn­heiður Sara fer í um þrjár mynda­tök­ur á ári fyr­ir íþrótt­ar­is­ann og má aðeins klæðast æf­inga­föt­um frá fyr­ir­tæk­inu.

Með þjálf­ara á Mall­orca og í Dan­mörku 

Nú fer mest­all­ur tími Ragn­heiðar Söru í æf­ing­ar fyr­ir heims­leik­ana í cross­fit sem fram fara í Kali­forn­íu um miðjan júlí. „Maður get­ur ekk­ert gefið eft­ir þar sem það eru bara fimm vik­ur í mót.“

Ragn­heiður Sara æfir í Cross­Fit Suður­nesj­um í Sport­hús­inu í Kefla­vík og fer mest­all­ur dag­ur­inn í æf­ing­ar fyr­ir mót. „Ég æfi frá tíu á morgn­ana til tíu á kvöld­in með nokkr­um hlé­um inn á milli,“ seg­ir Ragn­heiður Sara. Hún er með tvo þjálf­ara, einn í Mall­orca og ann­an í Dan­mörku, sem skipt­ast á að kíkja á æf­ing­ar til henn­ar á Íslandi. Sjálf sér þó Ragn­heiður Sara um mataræði sitt en það sam­an­stend­ur af hreinni fæðu og fitu til að safna kal­orí­um.

Ragnheiður Sara er nautsterk, eins og sést vel á þessari …
Ragn­heiður Sara er naut­sterk, eins og sést vel á þess­ari mynd. Ljós­mynd/​Ragn­heiður Sara

Lyft­ing­ar helsti styrk­leik­inn 

Fyr­ir Evr­ópu­leik­ana í cross­fit fá kepp­end­ur að vita tveim­ur vik­um fyr­ir mót í hvaða grein­um verður keppt. Það sama gild­ir ekki um heims­leik­ana en þar er það ekki til­kynnt fyrr en leik­arn­ir hefjast í hverju keppt verður. Kepp­end­ur þurfa því að æfa sig og standa sem best að vígi í öll­um grein­um. „Það get­ur hvað sem er komið á heims­leik­un­um þannig að maður þarf í raun að ein­blína á allt,“ seg­ir Ragn­heiður Sara. Aðspurð seg­ir hún sinn helsta styrleika fel­ast í lyft­ing­um en aft­ur á móti séu fim­leikaæf­ing­ar sinn helsti veik­leiki í cross­fit­inu. 

Stefn­an hjá Ragn­heiði Söru er sett á að mæta til Kali­forn­íu ekki seinna en 26. júní til að ná nokkr­um æf­ing­um með æf­inga­fé­laga sín­um sem býr í Bretlandi. Hún seg­ir ís­lensku stelp­urn­ar ekki hitt­ast mikið meðan á leik­un­um standi þar sem hver og ein sé með sitt æf­ingapl­an. „Þetta er svo ein­stak­lings­bundið og maður tím­ir ekki al­veg að fórna sinni æf­ingu til þess að geta æft með ein­hverj­um öðrum.“

Spurð um framtíðina seg­ir Ragn­heiður Sara að hún hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hún flytj­ist út til að æfa eða ekki. „Þetta er svo­lítið mikið vesen núna út af vísa. En það er spurn­ing hvort maður skoði það bet­ur seinna þegar það kem­ur kannski eitt­hvert betra tæki­færi.“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Evrópumeistari í crossfit.
Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir, Evr­ópu­meist­ari í cross­fit. Ljós­mynd/​Ber­serk­ur

Allt eða ekk­ert 

Ragn­heiður Sara hóf cross­fit­fer­il sinn í janú­ar árið 2012 en slasaðist þá illa á úlnlið. „Úlnliður­inn er allt  í cross­fit og því þurfti ég að bíða í ár til þess að geta farið af stað fyr­ir al­vöru.“ Það var því í janú­ar 2013 sem hún byrjaði á fullu en rétt fyr­ir Evr­ópu­leik­ana 2013 datt hún úr lið í hand­stöðulyftu sem gerði það að verk­um að hún var afar vör um sig á leik­un­um. Árið 2014 voru svo afar marg­ar fim­leikaæf­ing­ar á leik­un­um sem eru ekki sterk­asta svið Ragn­heiðar Söru.

„Eft­ir þessi tvö ár fékk ég gott spark í rass­inn og hugaði að ég ætlaði aldrei aft­ur að lenda í ein­hverju svona, ég þyrfti bara að vera góð í öllu ef ég ætlaði að vera í cross­fit.“ Ragn­heiður Sara vann Evr­ópu­leik­ana í cross­fit tvö ár í röð, 2015 og 2015, og ætl­ar sér að fara með sig­ur af hólmi í heims­leik­un­um í cross­fit í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka