Höfuðnetin rokseljast á Mývatni

Ferðamenn með net yfir höfðinu skoða náttúrufegurðina á Mývatni.
Ferðamenn með net yfir höfðinu skoða náttúrufegurðina á Mývatni. mbl.is/Golli

„Ferðamennirnir eru frekar óvanir þessu. Þetta er ekki mesta skemmtun sem þeir lenda í,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sel-Hótels á Mývatni.

Þessir ferðamenn beittu óvenjulegum aðferðum til að verja sig fyrir …
Þessir ferðamenn beittu óvenjulegum aðferðum til að verja sig fyrir mýinu. mbl.is/Golli

Óvenju mikið hefur verið um mý á Mývatni að undanförnu og hafa ferðamennirnir sem gista á hótelinu verið duglegir að kaupa sér höfuðnet í kaffiteríunni. „Á svona dögum er góð sala í þessu,“ segir Yngi Ragnar.

„Ferðamennirnir láta það í ljós að það sé ekki mjög uppörvandi að sjá þessar flugur en flestir eru meðvitaðir um að það séu flugur hérna. En þær eru pirrandi," bætir hann við.

Óvenjumikið um mý 

„Það virðist vera óvenjumikið um mý akkúrat núna miðað við undanfarin ár en þetta var vel þekkt hérna áður fyrr. Það er ekkert nýtt í þessu, þetta er nú einu sinni Mývatnssveit. Þetta er bara partur af lífríkinu hérna," segir Ingvi. 

Þessir ferðamenn voru á gangi án neta og reyndu hvað …
Þessir ferðamenn voru á gangi án neta og reyndu hvað þeir gátu til að bægja mýinu frá sér. mbl.is/Golli

Hann segir ferðamannastrauminn vera heldur fyrr á ferðinni í ár heldur en í fyrra. „Þetta færist alltaf aðeins framar á hverju ári.“

Þessi erlendi ferðamaður þurfti að taka netið frá til að …
Þessi erlendi ferðamaður þurfti að taka netið frá til að geta reykt sígarettuna sína. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert