Ráðist gegn myglu hjá OR

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

Á næstu vikum hefjast viðgerðir á aðalbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls en miklar rakaskemmdir eru þar komnar í ljós.

Skemmdirnar eru bundnar við vesturhluta byggingarinnar, en skemmdanna hefur hvorki orðið vart í austurhlutanum né í svokölluðu Norðurhúsi, þar sem dótturfyrirtækið Veitur er með sína starfsemi.

Samkvæmt upplýsingum frá OR viðrist rakinn hafa smogið inn fyrir klæðningu á veggjum og ekki komist út aftur. Það hafi aftur smitað út frá sér og skemmt. Dýrar og tímafrekar viðgerðir eru því framundan sem standa munu fram á næsta ár. Ljóst þykir að kostnaður verður hundruð milljóna króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert