Hvernig vegnar innflytjendum á Íslandi?

Töluverður fjöldi flóttamanna flykkist til álfunnar um þessar mundir. Þeir …
Töluverður fjöldi flóttamanna flykkist til álfunnar um þessar mundir. Þeir sem komast lífs af hafast við við misgóðar aðstæður. AFP

Samningur um heildstæða úttekt á því hvernig flóttafólki og innflytjendum vegnar í íslensku samfélagi var undirritaður í Háskóla Íslands í dag en það eru Háskólinn, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið sem gera með sér samninginn. 

Samninginn undirrituðu Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.

Undirritunin fór fram undir lok fundar undir nafninu „Mannúð, lög og fjölmenning" sem fram fór í Háskólanum í dag og fjallaði um ný lög um útlendinga sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Við upphaf fundar fagnaði Jón Atli Benediktsson rektor tilkomu nýju laganna og lýsti yfir mikilvægi þess að fræðasamfélagið styðji við breytingar og endurskoðun með öflugum rannsóknum á því hvernig tryggja megi að vel sé tekið á móti því fólki sem til landsins kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert