Ný útlendingalöggjöf „ágæt millileið"

Á undanförnum misserum hafa mótmælendur komið saman fyrir utan Útlendingastofnun …
Á undanförnum misserum hafa mótmælendur komið saman fyrir utan Útlendingastofnun og mótmælt útlendingalöggjöf og vinnulagi í málefnum útlendinga. mbl/ Eggert Jóhannesson

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður og formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, gerði í dag grein fyr­ir inni­haldi nýrra laga um út­lend­inga og kynnti mark­mið þeirra og fram­vindu við vinnslu frum­varps­ins. Þetta var kynnt á fund­in­um „Mannúð, lög og fjöl­menn­ing," sem er sá fimmti í fundaröð Há­skóla Íslands sem ber yf­ir­skrift­ina Fræði og fjöl­menn­ing.

Unn­ur seg­ir eldri lög um út­lend­inga frek­ar hafa snú­ist um eft­ir­lit með út­lend­ing­um en úrræði á mannúðleg­um for­send­um og séu nýju lög­in til­raun til úr­bóta að því leyti. Lög­in séu tvíþætt, ann­ars veg­ar um kerfi er varðar þá sem sækja um alþjóðlega vernd og hins veg­ar um rétt­indi og aðkomu þeirra sem hingað koma á öðrum for­send­um.

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is. Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir mikla umræðu hafa átt sér stað um mál­efni út­lend­inga og að svo muni vera áfram. Skipuð var þver­póli­tísk nefnd um málið en hana skipuðu full­trú­ar allra flokka á þingi og fór Óttar Proppé, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, fyr­ir nefnd­inni.

Það voru sjón­ar­mið nefnd­ar­inn­ar að nýju lög­in skyldu fela í sér mannúðlega nálg­un og betri nýt­ingu fjár­magns, það skili sér í bætt­um hag bæði fyr­ir fólk sem hingað kem­ur og fyr­ir rík­is­sjóð. Mark­mið lag­anna sé meðal ann­ars að ein­falda og stytta ferla er varða um­sókn­ir hæl­is­leit­enda og annarra inn­flytj­enda og skýra bet­ur ákvæði lag­anna og hlut­verk stjórn­valda.

Skref í rétta átt

Hluti af ein­föld­un ferla er að sam­ræma störf hlutaðeig­andi aðila með stofn­un sér­stakr­ar mót­tökumiðstöðvar auk þess sem öll mál­efni út­lend­inga munu fara í gegn­um Útlend­inga­stofn­un og all­ir úr­sk­urðir fari fyr­ir kær­u­nefnd út­lend­inga­mála. Meðal annarra ný­mæla í lög­un­um er að flokk­um hafi verið breytt, auk­in áhersla er lögð á at­vinnu­lífið, regl­ur rýmkaðar hvað varðar fólk sem hingað er þegar komið og rétt­arstaða fylgd­ar­lausra barna bet­ur tryggð auk nýs ákvæðis um rétt­ar­bæt­ur fyr­ir rík­is­fangs­lausa.

Unn­ur Brá vís­ar því á bug að frum­varpið hafi verið keyrt í gegn­um þingið með offorsi, lög­in hafi verið vel ígrunduð og sam­ráð haft við viðeig­andi aðila. Ekki hafi þó verið hægt að mæta sjón­ar­miðum allra, lög­in séu þó til bóta í sam­an­b­urði við eldri lög og eru lög­in sam­kvæmt Unni, ágæt milli­leið. Þá ít­rek­ar hún að mik­il­vægt sé að lög sem þessi séu í sí­felldri end­ur­skoðun.

Þarf að gera bet­ur

Arn­dís A. K. Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Rauða kross­in­um, fjallaði á fund­in­um um sýn Rauða kross­ins á nýju lög­in en fé­lagið skilaði inn ýt­ar­legri um­sögn við frum­varpið. Seg­ir Arn­dís Rauða kross­inn hafa átt gott sam­starf við inn­an­rík­is­ráðuneytið og hrós­ar stjórn­völd­um fyr­ir að ráðast í verkið. Þá tel­ur hún að þó margt sé gott við nýju lög­in, valdi sum ákvæði þeirra nokkr­um áhyggj­um.

Claudie Ashonie Wil­son, lög­fræðing­ur hjá lög­mannstof­unni Rétti, hélt einnig tölu á fund­in­um og tek­ur hún í sama streng og Arn­dís. Þær lýsa báðar yfir ánægju sinni með það sem vel er gert í lög­un­um, þau séu skref í rétta átt en á sama tíma mætti margt fara bet­ur.

Meðal þess sem þær Arn­dís og Claudie setja út á er notk­un lista yfir ör­ugg ríki í heim­in­um við málsmeðferð. Fólk frá lönd­um sem ekki til­heyra þess­um lista hljóti ekki sömu málsmeðferð og fólk frá ríkj­um er list­an­um til­heyra sam­kvæmt lög­un­um. Þær telja rétt­ara að heild­ar­út­tekt fari fram í ein­stök­um mál­um, óháð þjóðerni, og að ekki séu for­send­ur fyr­ir slík­um lista.

Samkvæmt nýju lögunum fer Útlendingastofnun með öll málefni útlendinga á …
Sam­kvæmt nýju lög­un­um fer Útlend­inga­stofn­un með öll mál­efni út­lend­inga á Íslandi. mbl/ Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka