Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld ökumann sem hafði verið veitt eftirför. Í samtali við mbl.is staðfestir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri að ökumaðurinn hafi verið handtekinn en gat ekki gefið upp frekari upplýsingar. Sagði hann þó aðgerðum lokið þar sem bíllinn endaði á túni við Veðurstofu Íslands og málið í rannsókn.
Á vef RÚV er því haldið fram að eftirförin hafi hafist við Lækjartorg og að ökumaðurinn hafi ekið á ofsahraða niður Lækjargötu í átt að Reykjavíkurtjörn. Þar fór hann yfir á rauðu ljósi og mátti litlu muna að hann æki yfir vegfarendur.