Þórdís Kolbrún gefur kost á sér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefur kost á sér í prófkjöri …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. mbl.is/Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld.

Þórdís gegndi stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins áður en hún var ráðin aðstoðarmaður Ólafar. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2012.

Þór­dís var kosn­inga­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar en áður starfaði hún m.a. hjá sýslu­mann­in­um á Akra­nesi, Mar­el og úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála.

Hún hef­ur verið virk í fé­lags­störf­um og m.a. verið formaður ungra sjálf­stæðismanna á Akra­nesi, setið í stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna og stjórn Lögréttu, fé­lags laga­nema við Há­skól­ann í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert