Lögreglan gerði húsleit

Frá réttarhöldum í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu á áttunda áratugnum.
Frá réttarhöldum í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu á áttunda áratugnum.

Lög­regl­an gerði hús­leit í fyrra­dag á heim­ili sam­býl­is­konu ann­ars tveggja manna sem yf­ir­heyrðir voru vegna Guðmund­ar­máls­ins. Skil­yrði fyr­ir slíkri leit eru að rök­studd­ur grun­ur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt get­ur ákæru og að sak­born­ing­ur hafi verið þar að verki, enda séu aug­ljós­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir í húfi. Menn­irn­ir, sem hand­tekn­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­málið, hafa báðir afplánað refsi­dóma, ann­ar margoft og hinn hlotið þunga dóma, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, og Davíð Þór Björg­vins­son, sett­ur sak­sókn­ari end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins, vildu ekki tjá sig um málið þegar eft­ir því var leitað.

Sam­kvæmt heim­ild­um mun rann­sókn lög­regl­unn­ar einkum snúa að því hvort menn­irn­ir teng­ist mögu­lega flutn­ingi á líki Guðmund­ar Ein­ars­son­ar, sem hvarf hinn 29. janú­ar 1974 í Hafnar­f­irði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert