Lögreglan gerði húsleit

Frá réttarhöldum í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu á áttunda áratugnum.
Frá réttarhöldum í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu á áttunda áratugnum.

Lögreglan gerði húsleit í fyrradag á heimili sambýliskonu annars tveggja manna sem yfirheyrðir voru vegna Guðmundarmálsins. Skilyrði fyrir slíkri leit eru að rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. Mennirnir, sem handteknir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, hafa báðir afplánað refsidóma, annar margoft og hinn hlotið þunga dóma, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, og Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Samkvæmt heimildum mun rannsókn lögreglunnar einkum snúa að því hvort mennirnir tengist mögulega flutningi á líki Guðmundar Einarssonar, sem hvarf hinn 29. janúar 1974 í Hafnarfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert