Þórður og Stefán handteknir vegna Guðmundar- og Geirfinnsmáls

Guðmundar og Geirfinnsmálið var víðfeðmt.
Guðmundar og Geirfinnsmálið var víðfeðmt. Ljósmynd/ Morgunblaðið

Stefán Almarsson, betur þekktur sem Malagafanginn, og Þórður Jóhann Eyþórsson eru mennirnir tveir sem handteknir voru og yfirheyrðir í tengslum við nýjar upplýsingar um flutning á líki Guðmundar Einarssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þórður hefur tvívegis orðið mönnum að bana, annars vegar á nýársnótt 1983 og hlaut hann þá 14 ára fangelsisdóm og hins vegar árið 1993 þegar hann var á reynslulausn.

Þetta herma staðfestar heimildir mbl.is en í viðtali við Stefán á vef Fréttatímans segist hann alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og þetta komi honum mjög á óvart.

Lesa má ítarlega um fyrri brot mannanna tveggja í frétt mbl.is: Morðingi og Malagafangi yfirheyrðir

Eins og greint hefur verið frá var gerð húsleit á heimili annars mannsins, sem nú er opinbert að er Stefán. Í viðtali Fréttatímans lýsir hann atburðarásinni sem svo að lögreglumenn hafi bankað upp á eldsnemma um morguninn og svo „mætt með kúbein til að brjótast inn“ þegar ekki var svarað. Gerð hafi verið húsleit en hann viti ekki að hverju var leitað

Nafn Stefáns hefur áður komið upp í tengslum við málið að sögn Fréttatímans. Munu aðstandendur heimildarmyndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið hafa reynt að ná tali af honum en án árangurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert