Rannsókn héraðssaksóknara á fjárdrætti hjá Sparisjóði Siglufjarðar er langt á veg komin. Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, er grunaður um fjárdrátt fyrir um 100 milljónir króna hjá bankanum.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Málið kom upp á síðasta ári og var fyrst til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þegar embættið var lagt niður færðist það til héraðssaksóknara.
Tveir voru handteknir á Siglufirði 29. september í fyrra af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara.