Á hinu svokallaða Evróputorgi í París, þar sem fulltrúar þeirra þjóða sem lið eiga á Evrópumóti karla í knattspyrnu standa fyrir landkynningu og ýmsum uppákomum, var margt um manninn þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom þar við í gær.
Mátti þar meðal annars sjá Berglind Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í Frakklandi, ræða við hina fjögurra ára gömlu Aniellu Lóu. Eru þær bersýnilega stoltir stuðningsmenn íslenska landsliðsins, enda báðar í landsliðstreyjum.
Þá voru þar einnig fleiri hressir krakkar sem fengu t.a.m. afar þjóðlega andlitsmálun í stíl við treyjurnar.