Banaslys á Öxnadalsheiði

Einn lést og ann­ar er al­var­lega slasaður eft­ir harðan þriggja bíla árekst­ur á Öxna­dals­heiðinni um tíu­leytið í morg­un.

Að sögn lög­reglu hafa 14 manns verið flutt­ir burt af slysstað lítið eða ekk­ert slasaðir, en árekst­ur­inn varð er bíll var að taka fram úr ann­arri bif­reið í þann mund er lít­il rúta á norður­leið kem­ur á móti bíl­un­um. Valt bíll­inn sem var að fara fram úr út af veg­in­um, en rút­an og hinn bíll­inn skullu sam­an.

Ekki er hægt að greina ná­kvæm­ar frá mála­vöxtu á þessu stigi máls­ins að því er seg­ir á face­booksíðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

Í rút­unni voru 12 farþegar auk bíl­stjóra, í ann­arri bif­reiðinni voru tveir ein­stak­ling­ar og einn í hinni. Ökumaður annarr­ar bif­reiðar­inn­ar lést og er farþegi þeirr­ar bif­reiðar al­var­lega slasaður. 

Vegna slyss­ins var þjóðvegi 1 lokað við Varma­hlíð og Ólafs­fjarðar­veg og er veg­far­end­um bent á leið um Ólafs­fjarðar­veg til Skaga­fjarðar, en Öxna­dals­heiðin verður lokuð um óákveðinn tíma.

Upp­fært kl. 14:05

Lög­regl­an biður fólk um að sýna biðlund en tals­verðar taf­ir eru bæði í og við Siglu­fjarðargöng og Ólafs­fjarðargöng vegna þeirr­ar miklu um­ferðar sem þar er vegna lok­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert