Flugumferðarstjórar sömdu

Kjara­samn­ing­ur var und­ir­ritaður af Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins (SA), fyr­ir hönd Isa­via, og Fé­lagi ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara á þriðja tím­an­um í nótt.  Samn­ing­ur­inn gild­ir til árs­loka 2018.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá rík­is­sátta­semj­ara að kjara­samn­ing­ur­inn verði í kjöl­farið kynnt­ur stjórn Isa­via og fé­lags­mönn­um FÍF og hann bor­inn und­ir at­kvæði. Niðurstaða úr at­kvæðagreiðslu mun liggja fyr­ir eigi síðar en 10. júlí.

Lög voru sett á kjara­deilu flug­um­ferðar­stjóra fyrr í sum­ar en sam­kvæmt þeim hefði deil­an farið í gerðardóm hefði ekki sam­ist í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka