Aðeins eitt prósentustig skilur Guðna Th. Jóhannesson og Höllu Tómasdóttur að í fylgi í Suðurkjördæmi en talningu þar er nú lokið.
Guðni hlaut flest atkvæði eða 35,2% en Halla fékk 34,2% fylgi.
Davíð Oddsson fékk 16,7% fylgi og Andri Snær Magnason 7,3%.
Um 60% atkvæða hafa nú verið talin á landsvísu. Guðni er með afgerandi forystu eða 38,7% fylgi.
Lokatölur hafa nú borist frá þremur kjördæmum: Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.
Fyrstu tölur eftir lokun kjörstaða kl. 22 bárust frá Suðurkjördæmi þar sem munur á fylgi Guðna og Höllu er minnstur.