Sendi samúðaróskir til Tyrkja

Frá Ataturk-flugvellinum í Istanbúl.
Frá Ataturk-flugvellinum í Istanbúl. AFP

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðaróskir til Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vegna hryðjuverkaárásarinnar á Ataturk-flug­völl­inn í Istanbúl í gærkvöldi, en hún kostaði í það minnsta 42 manns lífið.

Fordæmdi ráðherra hryðjuverkin sem hún sagði vera grimmilega og svívirðilega árás á saklausa borgara og þau grunngildi sem siðmenntuð samfélög byggðu á, að því er fram kemur í frétt utanríkisráðuneytisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert