Vilja fella niður framkvæmdaleyfið

Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og …
Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Morgunblaðið/Kristinn

Landeigendur við Voga í Vatnsleysuströnd vilja að framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út fyrir Landsnet til að byggja Suðurnesjalínu 2 verði fellt úr gildi. Í síðasta mánuði kvað Hæstiréttur upp dóm þar sem ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um að veita Landsneti heimild til að framkvæma eignarnám á nokkrum jörðum vegna línunnar, var felld úr gildi. Sveitarfélagið hefur þó ekki fellt niður framkvæmdaleyfið og vilja landeigendur nú að það verði gert.

Frétt mbl.is: Eignarnám vegna Suðurnesjalínu ógilt

Aðalmeðferð í málinu fer fram á morgun í Héraðsdómi Suðurnesja, en landeigendur byggja kröfu sína á því að vegna galla við undirbúning framkvæmdanna haldist framkvæmdaleyfið í hendur við ógildingu eignarnámsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert