20 gjaldhæstu einstaklingarnir samkvæmt álagningaskrá ríkisskattstjóra sem birt var í dag greiddu 2,5 milljarða í opinber gjöld. Það er um 125 milljónir að meðaltali. Efstur á listanum var Árni Harðarson, stjórnarmaður og aðstoðarforstjóri Alvogen en hann greiddi 265 milljónir í opinber gjöld.
Næst hæstu gjöldin greiðir Christopher M. Perrin, en hann er stjórnarformaður ALMC, sem áður var Straumur-Burðarás. Fyrirtækið greiddi í lok síðasta árs þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum félagsins háar bónusgreiðslur, en samkvæmt umfjöllun um málið í febrúar voru þær um 3,3 milljarðar króna til 20-30 starfsmanna.
Þriðji hæsti gjaldandinn er Jakob Ásmundsson, en hann er fyrrverandi forstjóri Straums og fékk einnig bónusgreiðslur frá ALMC á síðasta ári.
Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson eru í fjórða og fimmta sæti listans og greiða 160-163 milljónir í gjöld hvor. Þeir eiga báðir hlut í hópferðabílafyrirtækinu Grayline. Akur fjárfestingar keypti í fyrra tæplega helmingshlut í félaginu af þeim tveimur, en þeir eru enn meirihlutaeigendur.
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: