37 Íslendingar skiluðu pappírsframtali

Aðeins 37 Íslendingar skiluðu framtölum á pappír og 689 erlendir …
Aðeins 37 Íslendingar skiluðu framtölum á pappír og 689 erlendir einstaklingar sem dvöldu hér hluta úr ári. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samtals voru 277.606 framteljendur á skattgrunnskrá árið 2016, en þeim fjölgaði um 5.800 milli ára, eða um 2,1%. Hafa framteljendur aldrei verið fleiri og er þetta mesta fjölgun sem hefur orðið frá efnahagshruninu árið 2008. Áætla þurfti opinber gjöld á 4,24% framteljenda, eða 11.762. Það er svipaður fjöldi og undanfarin ár.

Við álagningu opinberra gjalda árið 2016 bárust aðeins 37 hefðbundin framtöl á pappír en auk þess bárust 689 pappírsframtöl erlendra einstaklinga sem dvöldust hérlendis hluta úr árinu. Pappírsframtöl eru þannig nánast horfin og rafræn skattframtöl eru orðin allsráðandi af skiluðum framtölum eða 99,72%. Þetta kemur fram í upplýsingum ríkisskattstjóra, en embættið lagði fram álagningaskrár í dag. Munu þær liggja frammi á starfsstöðvum embættisins um allt land næstu tvær vikurnar.

Kærufrestur vegna álagningar hefur verið lengur í 60 daga og mun hann renna út 31. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert