Rýnt í skattalistann

Listi yfir skattakónga Íslands var birtur í dag. Af 20 …
Listi yfir skattakónga Íslands var birtur í dag. Af 20 efstu greiðendum í fyrra voru 16 karlar og 4 konur.

Af tutt­ugu hæstu gjald­end­um árs­ins í ár eru aðeins fjór­ar kon­ur. Það er þrátt fyr­ir allt aukn­ing frá því í fyrra, en þá voru aðeins þrjár kon­ur á lista yfir hæstu gjald­end­ur. Aðeins tveir á list­an­um eru bú­sett­ir utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, en í fyrra voru þeir sjö tals­ins. Í ár eru það aðeins þeir Kristján V. Vil­helms­son hjá Sam­herja sem greiddi 129 millj­ón­ir í gjöld og Þór­laug Guðmunds­dótt­ir, bóndi frá Grinda­vík sem greiddi 101 millj­ón.

Eng­inn und­ir 40 ára á list­an­um

Yngst á list­an­um í ár er fjöl­miðlakon­an Inga Lind Karls­dótt­ir sem er fer­tug, en hún greiddi 80,3 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld. Elst­ur er Bene­dikt Sveins­son fjár­fest­ir en hann er 78 ára gam­all. Greiddi hann 80,4 millj­ón­ir á síðasta ári. Flest­ir á skattal­ist­an­um eru á milli 40 og 60 ára, eða 15 manns.

Í fyrra greiddu efstu 20 gjald­end­ur sam­tals 3,17 millj­arða í gjöld, en í ár er tal­an nokkuð lægri eða 2,5 millj­arðar. Mun­ar þar mestu um að í fyrra greiddi efsti gjald­and­inn, Þórður Rafn Sig­urðsson, sam­tals 671 millj­ón í gjöld. Þá var hann Þor­steinn Sig­urðsson sem var ann­ar á list­an­um í fyrra með 305 millj­ón­ir í gjöld. Í ár var hæsta greiðslan aft­ur á móti 265 millj­ón­ir.

Fjór­ir á list­an­um eft­ir bón­us­greiðslur frá ALMC

Fjór­ir af þeim tutt­ugu sem eru á list­an­um í ár eru nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­menn hjá ALMC. Fé­lagið hét áður Straum­ur, en starfs­menn þess fengu í fyrra bón­us­greiðslur upp á 3,3 millj­arða vegna starfa sinna hjá fé­lag­inu. Christoph­er M. Perr­in er núm­er tvö á list­an­um í ár, en hann er stjórn­ar­formaður fé­lags­ins. Sam­tals greiddi hann 200 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld á síðasta ári. Jakob Már Ásmunds­son er þriðji á list­an­um, en hann var áður for­stjóri ALMC. Á síðasta ári námu greiðslur hans 193 millj­ón­um.

Þeir Óttar Páls­son, lögmaður og stjórn­ar­maður fé­lags­ins og Andrew Sylvain Bern­h­ar­dt, stjórn­ar­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá fé­lag­inu, eru einnig á list­an­um. Óttar er núm­er sex og greiddi hann 142,7 millj­ón­ir meðan Bern­h­ar­dt er núm­er 10 og greiddi 112,8 millj­ón­ir.

Of­ar­lega eft­ir sölu á hlut í Grayl­ine

Þeir Þórir Garðars­son og Sig­ur­dór Sig­urðsson eru núm­er fjög­ur og fimm á list­an­um í ár, en þeir seldu tæp­lega helm­ings­hlut í hóp­bif­reiðafyr­ir­tæk­inu Grayl­ine á síðasta ári til Ak­urs fjár­fest­inga. Greiddu þeir 163,2 og 160,4 millj­ón­ir hvor.

Í sjö­unda sæti yfir hæstu gjald­end­ur lands­ins er Val­ur Ragn­ars­son, en hann er í for­svari fyr­ir sam­eig­in­lega starf­semi Acta­vis á Íslandi, sam­hliða starfi sínu sem for­stjóri Med­is. Med­is er eitt af dótt­ur­fyr­ir­tækj­um Acta­vis plc og ann­ast sölu á lyfj­um og lyfja­hug­viti fyr­ir sam­stæðuna til annarra lyfja­fyr­ir­tækja. Val­ur greiddi 133,1 millj­ón í op­in­ber gjöld á síðasta ári.

Stofn­andi CCP í átt­unda sæti

Sig­urður Reyn­ir Harðar­son, einn stofn­enda CCP og nú­ver­andi starfsmaður og einn stofn­enda leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Sólfars, er í átt­unda sæti list­ans. Hann greiddi í fyrra 131,5 millj­ón í op­in­ber gjöld.

Aðrir á list­an­um eru t.d. Jakob Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Promens og nú­ver­andi stjórn­ar­formaður Cred­it­in­fo. Hann er í 11. sæti list­ans og greiddi 101,5 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld í fyrra.

Þor­vald­ur Ingvars­son er í 12. sæti list­ans, en hann er lækn­ir og for­stöðumaður rann­sókn­ar og þró­un­ar hjá Öss­uri. Í fyrra nýtti hann sér ákvæði í kauprétt­ar­samn­ingi sín­um og inn­leysti 105 millj­óna hagnað af sölu á bréf­um í Öss­uri.

Aðeins fjór­ir hald­ast á list­an­um milli ára

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar er í 15. Sæti list­ans með 84,5 millj­ón­ir í greidd op­in­ber gjöld á síðasta ári. Guðbjörg Edda Eggerts­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis á Íslandi er í 16. sæti með 83,5 millj­ón­ir og Grím­ur Karl Sæ­munds­son, for­stjóri Bláa Lóns­ins er í því tutt­ug­asta með 80,1 millj­ón sem hann greiddi í op­in­ber gjöld á síðasta ári.

Aðeins fjór­ir af þeim tutt­ugu sem skipa list­ann voru á hon­um í fyrra. Þetta voru þau Árni Harðar­son, Kristján Vil­helms­son, Kári Stef­áns­son og Grím­ur Karl Sæ­munds­son. Aðrir koma nýir inn á list­ann í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert