Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, ætlar að gefa kost á sér í prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar í haust.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Áslaug Arna sagðist í samtali við mbl.is snemma í júní vera að íhuga að gefa kost á sér í komandi þingkosningum en að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Hún sagði stöðuna breytta eftir að alþingiskosningum var flýtt og að um sé að ræða stóra ákvörðun sem ekki verði tekin í flýti.