Forsetinn tekjuhæstur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, frá­far­andi for­seti, er tekju­hæst­ur af æðstu ráðamönn­um lands­ins með tæp­ar 2,3 millj­ón­ir króna í mánaðarlaun, sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar. Á eft­ir hon­um raða ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sér í efstu sæti list­ans.

Á eft­ir Ólafi Ragn­ari kem­ur Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, með 1,7 millj­ón­ir króna í laun á mánuði sam­kvæmt út­reikn­ing­um tíma­rits­ins. Í næstu tveim­ur sæt­um eru flokks­systkini hans Gunn­ar Bragi Sveins­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, og Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, með tæp­ar 1,7 millj­ón­ir og rúm­ar 1,5 millj­ón­ir í mánaðar­tekj­ur hvort.

Í fimmta sæti er Ein­ar Kr. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is með tæpa 1,5 millj­ón krón­ur en á eft­ir hon­um koma þau Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta­málaráðherra, Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra, öll með rúm­ar 1,3 millj­ón­ir króna.

Í tí­unda sæti list­ans er svo Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, með tæp­ar 1,3 millj­ón­ir króna í mánaðar­tekj­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, er hæst launaði stjórn­ar­and­stöðuþingmaður­inn með 1,1 millj­ón krón­ur í mánaðarlaun og verm­ir hún 14. sæti list­ans yfir hæst launuðu ráðherr­ana og þing­menn­ina.

Í blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Tekið er fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi.

„Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um,“ seg­ir í tíma­rit­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert