Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Suðurlands um farbann sem lagt var á mann sem grunaður er um mansal í Vík í Mýrdal. Héraðsdómur ákvað hinn 22. júní sl. að banna för mannsins frá Íslandi til miðvikudags 20. júlí kl. 16.
Maðurinn var handtekinn um miðjan febrúar sl. en við húsleit á heimili hans kom í ljós að þar voru staddar tvær erlendar konur sem sögðust hafa búið og unnið við að prjóna á heimilinu frá 17. janúar en engin laun fengið fyrir vinnu sína.
Maðurinn er grunaður um að hafa haldið fólki í vinnuþrælkun en hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International.