Tekjuhæstu prestarnir

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var með 1,139 milljónir króna í …
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var með 1,139 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári.

Sig­finn­ur Þor­leifs­son, sérþjón­ustuprest­ur Land­spít­ala, var með 1,844 millj­ón­ir króna í tekj­ur á mánuði á síðasta ári sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í morg­un. Hann er efst­ur á lista yfir presta í blaðinu.

Í blaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur

Í öðru sæti lista blaðsins yfir tekju­hæstu prest­ana er Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur Land­spít­ala. Hann var með 1,395 millj­ón­ir króna í tekj­ur á mánuði á síðasta ári. Á eft­ir hon­um kem­ur Þor­vald­ur Karl Helga­son, sókn­ar­prest­ur á Sel­fossi með 1,213 millj­ón­ir á mánuði.

Bisk­up Íslands, Agnes M. Sig­urðardótt­ir, er sjötta á list­an­um með 1,139 millj­ón­ir króna á mánuði. Kristján Val­ur Ing­ólfs­son, vígslu­bisk­up í Skál­holti, var með 978 þúsund krón­ur á mánuði. Sol­veig Lára Guðmunds­dótt­ir, vígslu­bisk­up á Hól­um, var aft­ur á móti með 944 þúsund krón­ur í tekj­ur á mánuði.

Þor­vald­ur Víðis­son, rit­ari bisk­ups, er í tí­unda sæti list­ans með 1,029 millj­ón­ir á mánuði.

Jóna Hrönn Bolla­dótt­ir var með 843 þúsund krón­ur á mánuði, Vig­fús Bjarni Al­berts­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­ala, var með 798 þúsund krón­ur á mánuði, Hjálm­ar Jóns­son, dóm­kirkjuprest­ur var með 951 þúsund krón­ur og Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Grafar­vogi, var með 743 þúsund krón­ur í tekj­ur á mánuði á síðasta ári, svo nokkr­ir séu nefnd­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert