Tekjur Sigurðar voru rangt reiknaðar

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður.
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn

Ranglega var greint frá því að tekjur Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns væru 28,8 milljónir í tekjublaði Frjálsrar verslunar, en mbl.is sagði frá því í frétt sinni fyrr í dag. Tímaritið hefur nú sent frá sér leiðréttingu, en þar kemur fram að tekjur Sigurðar séu í raun 3 milljónir á mánuði. 

Tilkynning Frjálsrar verslunar má í heild sinni lesa hér að neðan:

„Launatekjur Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns eru rangar í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann er með 3 milljónir króna á mánuði en ekki 28,8 milljónir, eins og fram kemur í blaðinu. Fjölmiðlar eru beðnir um að taka tillit til þessa við vinnslu frétta. Um er að ræða villu í innslætti sem hefur komist í gegnum mjög strangt innsláttarkerfi Frjálsrar verslunar – sem er með innbyggt villumeldingarkerfi. Frjáls verslun biður Sigurður G. Guðjónsson afsökunar á þessum leiðu mistökum.

Ritstj.

Jón G. Hauksson“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka