Tildrög banaslyssins liggja ekki fyrir

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki er hægt að full­yrða að framúrakst­ur hafi valdið hörðum þriggja bíla árekstri á Öxna­dals­heiðinni fyr­ir viku. Einn lést í slys­inu og ann­ar var flutt­ur al­var­lega slasaður á Land­spít­al­ann. Rann­sókn máls­ins stend­ur yfir og má gera ráð fyr­ir að hún taki nokkra mánuði.

Í fyrstu frétt­um af mál­inu kom fram að árekst­ur­inn hefði orðið þegar fólks­bíll var að taka fram úr öðrum fólks­bíl í þann mund er lít­il rúta á norður­leið kom á móti bíl­un­um. Ann­ar fólks­bíll­inn valt en hinn bíll­inn og rút­an skullu sam­an.

Maður­inn sem lést var ökumaður ann­ars fólks­bíls­ins og sá sem flutt­ur var á Land­spít­al­ann var ökumaður hins. Nafn hins látna verður ekki gefið upp að ósk aðstand­enda. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort hinn ökumaður­inn hafi verið út­skrifaður af gjör­gæslu. 

Í rút­unni voru tólf farþegar auk bíl­stjóra. Í öðrum fólks­bíln­um voru ökumaður og farþegi en aðeins ökumaður í hinum.

Frétt mbl.is: Bana­slys á Öxna­dals­heiði

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert